Friday, February 03, 2006

þetta er draumur sem mig dreymdi um daginn, ég vissi að ég gæti ekki sofnað nema að ég skrifaði niður hvað mig dreymdi.

Mig dreymdi að ég, Arna og Atli værum í húsi sem er eins og veitingahús nema hvað að það var eins og hann væri yfirgefin, en ekkert ónýtur en samt ekkert smart. Ég hafði víst tekið eitthvað inn sem ég hélt að væri í lagi en svo verð ég bara lamaður og missi meðvitud. Arna er að reyna eitthvað að lífga mig við á meðan Atli stendur fyrir ofan mig með eitthvað oddhvasst hann segir "kanski hjálpar þetta" síðan rekur mig á hol með því. Síðan er Atli að draga fólk inn á staðin til að lækna mig en ekkert af þeim eru læknar og hann er líka búinn að skera og kviðrista þau öll og síðan dregur hann gaur inn á tölvustól, það vantar á gaurinn fæturna og hendurnar, það er búið að skera hann akkurat fyrir neðan hné og víðsvegar um líkama hans. Arna minnist á það við Atla "af hverju ertu að draga inn fólk sem er ekki einusinni læknar?" og þá snýst tölvustóllinn og maðurinn þar svarar "það myndi nú ekki breyta miklu þar sem ég sé hvort eð er ekkert" og þá sé ég að það vantar í hann augun. Ég næ síðan loksins að hreyfa líkaman aftur og hleyp í burtu frá Atla sem er núna búinn að breytast í einhvern annan en er samt Atli you know? nema hvað að hann er núna kominn með stungusárið mitt en hann er búinn að troða rassgatinu sínu í það til að stöðva blæðingarnar. síðan allt í einu er ég kominn inn á annan gang og ég er einn. Það hengur bolur með hauskúpu í loftinu og það eru bjálkar út um allt og það er langur gangur beint framundan, og ég er skelfingu lostinn þar sem ég veit að þetta er önnur martröð en þá fer þetta herbergi og gangurinn að breytast í herbergið mitt, Bjálkarnir hverfa, bolurinn breytist í vegginn minn og hauskúpan þar verður sú sama og inní herberginu mínu og ég næ loks að hreyfa líkaman í alvörunni.

FOOOOOK þetta var súrt.

b.t.w. fer út eftir tvo daga WHOOP WHOOP! :D:D:D XD London and Love here I come! XP

~Spookyo_O... anti-soporific

No comments: